Námskeiðin
Ökuskóli 17.is býður upp á eftirtalin ökunámskeið

Ökuskóli 1

Ökunemi þarf að ljúka ökuskóla 1 til að geta hafið æfingaakstur með leiðbeinanda. Að jafnaði hefur neminn þá lokið 10 verklegum kennslustundum hjá þeim ökukennara sem annast verklegu kennsluna í bílnum. Ökuskóli 1 er tekinn í 6 lotum sem samanstanda af lesefni, myndum, myndböndum og verkefnum.

Nemendur sem ætla að verða sér út um AM réttindi (15 ára / létt bifhjól) taka ökuskóla 1.

Áður en ökunám hefst þarf að sækja um námsheimild hjá sýslumanni. Eyðublaðið er hér.

Þegar námskeiði er lokið fær nemandinn senda staðfestingu frá ökuskólanum.

Verð: 7.900kr

Ökuskóli 2

Seinni hluti fræðilega námsins og heppilegt er að skrá sig í Ökuskóla 2 um það bil þremur mánuðum fyrir 17 ára aldurinn sé stefnt á að taka verklega bílprófið 17 ára. Ökuskóli 2 er tekinn í 6 lotum sem samanstanda af lesefni, myndum, myndböndum og verkefnum. Í lok Ökuskóla 2 tekur nemandinn lokapróf sem byggt er upp með sama hætti og skriflegu prófin sem tekin eru hjá Frumherja.

Þegar námskeiði er lokið fær nemandinn senda staðfestingu frá ökuskólanum.

Verð: 7.900kr

Bifhjólanámskeið

Þetta námskeið er ætlað þeim einstaklingum sem ætla að verða sér út um réttindi til að aka bifhjólum. Námskeiðið er tekið í 6 lotum sem samanstanda af lesefni, myndum, myndböndum og verkefnum. Í lok námskeiðsins tekur nemandinn lokapróf sem byggt er upp með sama hætti og skriflegu prófin hjá Frumherja. A1 réttindi (125cc)er hægt að taka 17 ára, A2 réttindi (35kW afl) er hægt að taka 19 ára og A réttindi (ótakmarkað afl) er hægt að taka 21 árs hafi viðkomandi verið með A2 réttindi í amk. 2 ár, annars 24 ára.

Þegar námskeiði er lokið fær nemandinn senda staðfestingu frá ökuskólanum.

Verð: 9.900kr

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skólann og/eða námsefnið í síma

822-4166

Fjöldi nemenda sem nýtt hefur sér kennslu ökuskóla 17.is:

4005

Nemandi í ökuskóla 1

Mjög góður og skemmtilegur ökuskóli